Leikskólareiknirinn
Hver er staðan á biðlistum í leikskólum borgarinnar? Ráðfærðu þig við Leikskólareikninn og fáðu áætlaða spá um stöðu þíns barns á biðlista.
Gott að hafa í huga!
Leikskólareiknirinn byggir á lifandi gögnum svo biðlistar geta breyst frá degi til dags.
Niðurstöður eru ekki loforð um pláss.
Á meðan á úthlutun plássa stendur geta niðurstöður verið óáreiðanlegar, þess vegna er Leikskólareiknirinn lokaður frá upphafi úthlutunar að vori og út ágúst.
Tölurnar sem nú birtast í Leikskólareikninum eiga við um pláss sem losna haustið 2026. Úthlutun hefst að vori sama ár.